Eftirsóttustu piparsveinarnir á Íslandi

Það kennir ýmissa grasa á listanum.
Það kennir ýmissa grasa á listanum. Samsett mynd

Sumarið í sumar er heldur óvenjulegt. Bannað er að djamma lengur en til ellefu á kvöldin, í það minnsta niðri í miðbæ. Það setur einhleypt fólk á þessu landi í erfiða stöðu og neyðist það til að reiða sig á aðrar leiðir til að kynnast framtíðarmaka sínum. Til að auðvelda landanum leitina að ástinni hefur Smartland tekið saman lista yfir það helsta sem er í boði á markaðnum í dag.

Benedikt Erlingsson leikari

Leikarinn Benedikt Erlingsson skildi við eiginkonu sína fyrr á þessu ári. Hann er gríðarlega hæfileikaríkur leikari og hinn skemmtilegasti maður.

Benedikt Erlingsson.
Benedikt Erlingsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Hafsteinsson, stjórn­ar­formaður Icelandic Startups

Guðmundur er í dag stjórnarformaður Icelandic Startups og hefur mikla reynslu af því að vinna fyrir tæknirisa á borð við Apple og Google. Guðmundur er eftirsóttur piparsveinn á besta aldri.

Guðmundur Hafsteinsson.
Guðmundur Hafsteinsson. Eggert Jóhannesson

Sigmar Vilhjálmsson athafnarmaður

Simmi Vill hefur heldur betur slegið í gegn í heimsfaraldrinum en hann opnaði bæði Minigarðinn og veitingastaðinn Barion úti á Granda á meðan heimsfaraldurinn geisaði. Simmi er mikið kvennagull sem hefur gaman af lífinu.

Sigmar Vilhjálmsson.
Sigmar Vilhjálmsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Birgir Örn Guðjónsson stjörnulögga

Flestir ættu að kannast við Bigga löggu en hann hefur verið afar vinsæll lögreglumaður í nokkur ár. Hann er skilinn að borði og sæng og leitar nú ástarinnar á Tinder.

Birgir Örn Guðjónsson.
Birgir Örn Guðjónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einar Ágúst Víðisson tónlistarmaður

Einar Ágúst er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og nýtur mikilla vinsælda á meðal kvenþjóðarinnar. Hann er í hljómsveitinni Skítamóral og hefur keppt í Eurovision, það gerist varla betra. 

Einar Ágúst Víðisson.
Einar Ágúst Víðisson.

Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður

Björn Ingi Hrafnsson hefur verið áberandi í fjölmiðlum síðustu misseri en hann hefur staðið vaktina á næstum því hverjum einasta fundi almannavarna á árinu. 

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson. Ljósmynd/Facebook

Magnús Sigurbjörnsson, stafrænn ráðgjafi

Magnús hefur unnið síðustu ár sem stafrænn ráðgjafi. Hann er hress og skemmtilegur og hefur mikinn áhuga á ferðalögum. 

Magnús Sigurbjörnsson.
Magnús Sigurbjörnsson.

Högni Egilsson tónlistarmaður

Tónlistarmaðurinn Högni er nýlega kominn á markaðinn aftur. Högni syngur í rafsveitinni Gus Gus og einnig í hljómsveitinni Hjaltalín.

Högni Egilsson.
Högni Egilsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Halldór Karlsson þjálfari

Halldór Karlsson eða Dóri kom nýlega á markaðinn en hann var í sambandi með tónlistarkonunni Bríeti. Dóri er þjálfari í Mjölni og nemandi við Listaháskóla Íslands. Hann hefur gaman af ferðalögum og útivist.

Halldór Karlsson.
Halldór Karlsson. skjáskot/Instagram

Snorri Másson, blaðamaður og Skoðanabróðir

Snorri heldur úti þáttunum Skoðanabræðrum ásamt bróður sínum Bergþóri. Hann er líka blaðamaður og er þekktur fyrir einstaka hæfileika sína á lyklaborðinu. 

Snorri Másson.
Snorri Másson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Pétur „Jesús“ Örn Guðmundsson tónlistarmaður

Pétur er oft kenndur við Jesú eftir stórleik sinn í leikritinu Súperstar í lok 20. aldar. Hann er búsettur á Selfossi og þykir með eindæmum skemmtilegur.

Pétur Örn Guðmundsson og kötturinn Snúður.
Pétur Örn Guðmundsson og kötturinn Snúður.

Helgi Jean Claessen fjölmiðlamaður

Fjölmiðlamaðurinn Helgi Jean er einstaklega skemmtilegur og fyndinn eins og hlustendur hlaðvarpsins Hæ hæ kannast við. Helgi er ævintýragjarn og hefur gaman af ferðalögum. Hann keypti nýverið sína fyrstu fasteign og vinnur nú að því að gera hana fína.

Helgi Jean Claessen.
Helgi Jean Claessen. mbl.is/Golli

Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður

Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason er mikill ævintýramaður og hefur komið til 56 landa í heiminum. Hann heldur núna úti hlaðvarpsþáttunum Podcast með Sölva Tryggva sem hafa notið mikilla vinsælda.

Sölvi Tryggvason.
Sölvi Tryggvason.

Sölvi Snær Magnússon, eigandi Laundromat Café

Sölvi er þekkt­ur smekkmaður og gekk lengi und­ir nafn­inu Sölvi í Sautján eft­ir að hafa unnið hjá fyr­ir­tæk­inu í mörg ár. Hann er nýlega kominn á markaðinn en hann skildi fyrr á þessu ári. Hann rekur nú Laundromat Café í miðbæ Reykjavíkur.

Sölvi Snær Magnússon.
Sölvi Snær Magnússon. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál