Erpur var í Kína þegar Covid byrjaði

Erpur Eyvindarson.
Erpur Eyvindarson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Erpur Eyvindarson rappari er gestur í nýjasta podcasti Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu við Sölva segir Erpur frá því þegar hann var í Asíu í janúar, þegar Covid faraldurinn fór á fullt þar og segist hafa upplifað það að í Asíu væri fólk betur undir svona faraldur búið en í Evrópu.

„Ég fór á einhverjar eyjur í Suður-Kínahafi og fann mér einhverjar fjögurra metra langar eðlur og fór að stunda samskipti við þær….Við vorum í Hong Kong, en þetta er ekkert nýtt fyrir Asíu. Þetta er svo nýtt allt fyrir okkur. Ég bjó í Shanghai á sínum tíma og það eru alltaf allir með grímur.“

Hann og vinir hans lentu þó í smá vandræðum með að komast heim, en það tókst að endingu.

„Það þurfti að mixa…það var búið að loka á ýmsar flugleiðir og við þurftum að fljúga í gegnum Peking og þar vorum við hlæjandi að því að mega ekki fara inn á veitingastaði nema með grímur og látnir sitja 2 metra frá næsta borði…en svo bara korteri seinna eru Vesturlönd komin í sama.“

Erpur fór svo aftur út til Spánar þegar allt byrjaði að loka þar í mars.

„Ég var á Spáni þegar það byrjar allt að loka þar. Fyrst í Madrid, en svo er ég í Katalóníu þegar það sama byrjar að gerast þar og það var farið að loka hótelum og svona og þá skynjaði maður að það væri bara best að fara heim.“

Í viðtalinu fara Erpur og Sölvi um víðan völl og ræða meðal annars Johnny Naz tímabilið, frumkvöðlana í rappinu, stjórnmálin, partýin og margt margt fleira

Viðtal Sölva við Erp má sjá hér:

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál