Flestir gefast upp á partýinu og fara í meðferð eða eignast börn

Erpur Eyvindarson segist ekki vera alkahólisti.
Erpur Eyvindarson segist ekki vera alkahólisti. mbl.is/Ómar Óskarsson

Erpur Eyvindarson rappari er gestur í nýjasta podcasti Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu við Sölva segir Erpur sögur af allskyns hlutum, meðal annars ferðalögum og partý-standi. Þegar Sölvi spyr hann hvort hann eigi ekki titilinn að vera núverandi rokkstjarna Íslands stendur ekki á svörum. 

Sölvi Tryggvason er kominn með nýtt hlaðvarp, Podkast með Sölva …
Sölvi Tryggvason er kominn með nýtt hlaðvarp, Podkast með Sölva Tryggva.

„Jú jú…ég er það. Það er langt síðan... ég hef haldið alveg stefnunni, það eru mjög margir öflugir sem maður hefur partýast með, en mjög margir af þeim detta út. Þeir koma alveg til baka, en mjög margir hafa farið í meðferð og margir eignast krakka og þykjast ætla að verða fullorðnir og margir setja á sig bindi. Það skiptir svo miklu máli að halda stefnunni. Ég er kapteinninn á galeiðunni. Ég er í brúnni,“ segir Erpur. 

Erpur segir að allir vinir hans séu alkóhólistar, helmingurinn virkir og hinn helmingurinn óvirkir. Vinir hans sem séu hættir að drekka komi honum þó oft til varnar þegar fólk segir að hann sé alkóhólisti.

„Hann er ekki alkóhólisti, hann er bara ofdrykkjumaður. Að drekka mikið er ekki það sama og að drekka frá sér vini og fjölskyldu. En Þórarinn Tyrfingsson myndi líklega hafa aðrar skoðanir á þessu,” segir Erpur.

Annað sem hann gerir mikið af er að ferðast og í byrjun kórónuveiru faraldursins lenti hann næstum því í vandræðum í tvígang þegar allt byrjaði að lokast.

„Ég fór á einhverjar eyjur í Suður-Kínahafi og fann mér einhverjar fjögurra metra langar eðlur og fór að stunda samskipti við þær. Við vorum í Hong Kong, en þetta er ekkert nýtt fyrir Asíu. Þetta er svo nýtt allt fyrir okkur. Ég bjó í Shanghai á sínum tíma og það eru alltaf allir með grímur.“

Hann og vinir hans lentu þó í smá vandræðum með að komast heim, en það tókst að endingu.

„Það þurfti að mixa. Það var búið að loka á ýmsar flugleiðir og við þurftum að fljúga í gegnum Peking og þar vorum við hlæjandi að því að mega ekki fara inn á veitingastaði nema með grímur og látnir sitja 2 metra frá næsta borði…en svo bara korteri seinna eru Vesturlönd komin í sama.”

Erpur fór svo aftur út til Spánar þegar allt byrjaði að loka þar í mars.

„Ég var á Spáni þegar það byrjar allt að loka þar. Fyrst í Madrid, en svo er ég í Katalóníu þegar það sama byrjar að gerast þar og það var farið að loka hótelum og svona og þá skynjaði maður að það væri bara best að fara heim.“

Í viðtalinu fara Erpur og Sölvi um víðan völl og ræða meðal annars Johnny Naz tímabilið, frumkvöðlana í rappinu, stjórnmálin, partýin og margt margt fleira.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál