Einar Þorsteinsson steggjaður í Eyjum

Óli Stef og Siggi Sveins í sjómann.
Óli Stef og Siggi Sveins í sjómann. Skjáskot/Instagram

Einar Þorsteinsson fréttamaður á RÚV var steggjaður um helgina af vinum sínum en Einar mun kvænast Millu Ósk Magnúsdóttur aðstoðarmanni Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra í byrjun ágúst.

Haldið var til Vestmannaeyja og dagsskráin var metnaðarfull og skemmtileg. Farið var í siglingu um eyjuna, sprangað og handboltakempurnar Ólafur Stefánsson og Siggi Sveins kepptu í sjómanni sem hlýtur að teljast eftirminnileg stund.

Meðal þeirra sem steggjuðu voru Guðfinnur Sigurvinsson, Skapti Örn Ólafsson, Haukur Ingvarsson og Ólafur Stefánsson.

View this post on Instagram

Hafin er steggjun raðgumans Einars Þorsteinssonar. Meira síðar. Kannski.

A post shared by Guðfinnur Sigurvinsson (@gudfinnur.sigurvinsson) on Jul 18, 2020 at 3:39am PDT

Einar sýndi góða tilburði við að spranga.
Einar sýndi góða tilburði við að spranga. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál