Ágúst Ólafur kominn á fast með formanni Tannlæknafélagsins

Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar.
Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar.

Þingmaður Samfylkingarinnar, Ágúst Ólafur Ágústsson, er kominn með kærustu. Sú heppna heitir Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og er tannlæknir. Í lok síðasta árs var hún kjörin formaður Tannlæknafélags Íslands og var það sérstaklega tekið fram í fréttum að hún væri yngsti formaður félagsins, en hún verður fertug í ár. 

Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, nýr formaður Tannlæknafélags Íslands og Elín Sigurgeirsdóttir, …
Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, nýr formaður Tannlæknafélags Íslands og Elín Sigurgeirsdóttir, fráfarandi formaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Parið geislar af hamingju og eins og flestir landsmenn kusu þau að ferðast innanlands í sumar og rétt í þessu birtu þau mynd af sér á Facebook þar sem þau eru stödd á Bolafjalli á Vestfjörðum en fjallið er fyrir ofan Bolungarvík. 

Smartland óskar þeim hjartanlega til hamingju með ástina! 

mbl.is