Svona lítur hún út í dag, 25 árum síðar

Elisa Donovan lék Amber eftirminnilega í Clueless.
Elisa Donovan lék Amber eftirminnilega í Clueless. Skjáskot

Leikkonan Elisa Donovan átti farsælan feril í unglingaþáttum hvers konar. Heimsfrægð hlaut hún fyrir leik sinn sem Amber í kvikmyndinni Clueless fyrir 25 árum. Þá lék hún einnig í þáttunum Sabrina: The Teenage Witch ásamt Melissu Joan Hart, A Night at the Roxbury og í Beverly Hills 90210.

Donovan er nú 49 ára, gift með eitt barn. Lítið hefur borið á henni undanfarið en hún fékkst þó til þess að líta yfir farinn veg og tjá sig um Clueless í áströlsku sjónvarpi á dögunum. Hún talar fallega um Brittany Murphy sem lést óvænt 2009 og segir hana hafa verið frábæra manneskju.

„Ég verð að viðurkenna að ég byggði persónuna mestmegnis á stúlkum sem ég kynntist í skóla sem voru ekki góðar við mig. Um leið og ég las handritið vissi ég hver þessi persóna var,“ sagði Donovan um leik sinn í Clueless. 

mbl.is