Heiða Ólafs fékk bónorð um helgina

Helgi Páll Helgason og Heiða Ólafs trúlofuðu sig um helgina.
Helgi Páll Helgason og Heiða Ólafs trúlofuðu sig um helgina. Skjáskot/Facebook

Söngkonan Heiða Ólafsdóttir trúlofaði sig um helgina en kærasti hennar, Helgi Páll Helgason, fór á skeljarnar á laugardaginn. Dagsetningin var útpæld en Helgi Páll greinir frá því í facebookfærslu. 

„Þannig er mál með vexti að ég á afmæli 24. júlí og Heiða mín á afmæli 26. júlí. Heiða er yndisleg og hlý manneskja sem fangar svo margt sem ég hef verið að leita eftir og margt fleira til. Það er eitthvað skemmtilega rómantískt (nú eða bara drulluvæmið) við þennan dag sem liggur á milli okkar svo ég greip tækifærið og bað hennar.

Gæti ekki verið glaðari, það er mér mikil ánægja að segja frá því að við erum núna trúlofuð og hlökkum til spennandi og ástríkrar framtíðar saman,“ skrifaði Helgi Páll meðal annars. 

Smartland óskar parinu innilega til hamingju með ástina. 

mbl.is