Brooklyn deilir myndum af bónorðinu

Brooklyn Beckham og Nicola Peltz eru trúlofuð.
Brooklyn Beckham og Nicola Peltz eru trúlofuð. Skjáskot/Instagram

Brooklyn Beckham, sonur hjónanna Viktoríu og David Beckham, hefur birt áður óséðar myndir frá trúlofun sinni og Nicolu Peltz. Þar má sjá hann krjúpa á kné og biðja Peltz. Þá má einnig sjá mynd af henni faðma föður sinn, milljarðamæringinn Nelson Peltz, í kjölfar trúlofunarinnar.

Við myndaröðina skrifar Beckham: „Ég get ekki ímyndað mér lífið án þín. Þú lætur mér líða eins og ég sé einstakur og færð mig alltaf til þess að hlæja. Ég mun annast þig og mun alltaf standa þétt við hlið þér.“

Við færsluna skrifaði Peltz: „Ég er svo ástfangin af þér að hjarta mitt mun springa.“

Trúlofunin margumtalaða.
Trúlofunin margumtalaða. Skjáskot/Instagram
mbl.is