Milla og Einar fresta brúðkaupinu aftur

Milla Ósk Magnúsdóttir og Einar Þorsteinsson.
Milla Ósk Magnúsdóttir og Einar Þorsteinsson. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Einar Þorsteinsson fréttamaður á RÚV og Milla Ósk Magnúsdóttir aðstoðarmaður menntamálaráðherra ætluðu að ganga í heilagt hjónaband um helgina. Brúðkaupinu hefur verið frestað í annað sinn.

Upphaflega stóð til að halda brúðkaup þeirra á Spáni í október næstkomandi en þau plön breyttust þegar margumtalaður vágestur var farinn að gera atlögu að samfélagi manna.

„Þegar Spánn fór á hliðina í vor þá var alveg klárt að það var ekki hægt að bjóða gestum upp á það að vera með brúðkaup þar.“

„Þetta leit fáránlega vel út núna síðustu tvo mánuði þegar allt var á niðurleið svo við vorum bara mjög bjartsýn á að þetta myndi ganga og það hefði gengið ef þetta hefði ekki blossað aftur upp núna, fjórum dögum fyrir brúðkaup,“ segir Milla í samtali við Fréttablaðið.

mbl.is