Milla og Einar náðu að ganga í hjónaband á föstudaginn

Milla Ósk Magnúsdóttir og Einar Þorsteinsson.
Milla Ósk Magnúsdóttir og Einar Þorsteinsson. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Milla Ósk Magnúsdóttir aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og Einar Þorsteinsson fréttamaður á RÚV gengu í hjónaband á föstudaginn. Einungis nánasta fjölskylda var viðstödd. Kórónuveiran setti strik í reikninginn og hættu þau við að ganga í hjónaband í dag og halda stóra veislu.

„Í dag ætluðum við Milla Ósk Magnúsdóttir að giftast og halda stóra veislu í Borgarfirðinum. En plönin breyttust örlítið. Við giftum okkur í staðinn með dags fyrirvara síðasta föstudag með nánustu fjölskyldu. Athöfnin var einstaklega yndisleg og við erum óskaplega hamingjusöm ❤️
Við höldum svo brúðkaupsveisluna þegar aðstæður leyfa,“ segir Einar á facebooksíðu sinni. 

Hún klæddist glæsilegum hvítum brúðarkjól, aðsniðnum með berri öxl með hárið tekið frá andlitinu og fallegt brúðarslör. Hann var í svörtum jakkafötum, í svartri skyrtu með bindi. 

Smartland óskar þeim hjartanlega til hamingju með ástina! 

mbl.is