Fréttastjóri DV var ofsótt af föður sínum

Erla Hlynsdóttir fréttastjóri á DV.
Erla Hlynsdóttir fréttastjóri á DV. mbl.is/Ómar Óskarsson

Erla Hlynsdóttir fréttastjóri DV var gestur Viktoríu Hermannsdóttur í þættinum Segðu mér. Í þættinum segir hún frá erfiðu sambandi við föður sinn en hún komst í samband við hann þegar hún var 11 ára. 

„Það var í raun bara alls konar. Stundum var það mjög gott en stundum var það ekki gott," segir Erla um samband þeirra. „Pabbi var í rauninni svona maður mikilla öfga má segja. Annað hvort var allt algjörlega frábært eða algjörlega ömurlegt. Pabbi var góður maður. Hann var gríðarlega greindur. Fólk talaði alltaf um hvað pabbi var afskaplega vel gefinn, það væri hægt að fletta upp í honum eins og alfræðiorðabók,“ segir hún í Segðu mér. 


Hún segir hann þó alla tíð hafa drukkið mikið og illa og vegna landfræðilegrar fjarlægðar þeirra þá varð hún ekki eins vör við það hvernig hann gat látið þegar hann var að drekka. Hann hafi einnig glímt við andleg veikindi þó hann hafi ekki fengið greiningu á því. 

„Hann hefur í rauninni alltaf verið veikur en gengið svona misjafnlega að halda því í skefjum. Hann drakk alltaf mjög mikið og mjög illa. Þetta var ástæðan fyrir því að mamma ákveður að skilja við hann áður en ég varð 1 árs, hún gat ekki verið með hann á heimilinu. Ég held að þetta hafi stigmagnast í gegnum árin.“

Eftir að Erla eignaðist dóttur sína lagði hún mikið upp úr því að halda sambandi við pabba sinn og fann að hún og dóttir hennar skiptu hann máli. Hins vegar fór að bera meira á erfiðum samskiptum þeirra á milli.

„Það eru alltaf að koma upp svona uppákomur, síðan er það haustið 2016, sem að við erum að flytja, ég og Lovísa mín. Hann er rosa spenntur og langar svo að sjá nýju íbúðina okkar. Ég var alls ekki tilbúin að fá neinn gest, það var bara allt í kössum, við vorum alls ekki búin að koma okkur fyrir," segir Erla sem á endanum lét þó undan og faðir hennar kom í heimsókn. Hún skilur hann eftir með dóttur sinni meðan hún fer að klára ganga frá í íbúðinni sem hún var að flytja úr. Þegar hún kom til baka var faðir hennar búinn að svæfa dóttur hennar langt fyrir kvöldmatartíma og sat sjálfur að sumbli.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál