„Facebook sprakk þegar ég setti inn myndband af hvítvínskonunni“

Hjálmar Örn Jóhannsson í hlutverki hvítvínskonunnar.
Hjálmar Örn Jóhannsson í hlutverki hvítvínskonunnar. Ljósmynd/skjáskot af Facebook

Grínistarnir Hjálmar Örn og Helgi Jean eru nýjustu gestir Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Þeir félagarnir hafa undanfarið ár haldið úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, HÆHÆ. Í þættinum fara þeir yfir áralangt brölt sitt við að reyna að ná í gegn með grínefni, sem loksins hefur skilað sér á síðustu árum.

Sölvi Tryggvason er kominn með nýtt hlaðvarp, Podkast með Sölva …
Sölvi Tryggvason er kominn með nýtt hlaðvarp, Podkast með Sölva Tryggva.

Í gegnum tíðina hafa þeir gert alls kyns hluti saman, eins og að skrifa grínbækur og gera myndbönd. Það kom svo að því að Hjálmar setti inn myndband sem sló gjörsamlega í gegn, þegar hann brá sér í gervi „Hvítvínskonunnar":

„Ég horfði á Snapchat hjá vinkonu minni, fór út og setti á mig hárkollu sem amma mín átti, set á mig varalit og set utan um mig teppi og segi eiginlega bara það sama og þær voru að segja, nema ég ýki það aðeins. Þær voru í hjólatúr í Króatíu og voða gaman og stoppuðu í hverju þorpi og fengu sér hvítt. Svo fer ég bara inn og fer að sofa og þegar ég vaknaði daginn eftir hafði var Facebook-ið mitt bara sprungið. Ég held að það séu 130 þúsund áhorf á þetta myndband og 500 „comment”… hún bara sprakk,” segir Hjálmar sem síðan þá hefur nánast verið í fullri vinnu við að koma fram sem þessi karakter.

„Það fer stundum í gegnum hausinn á manni hvort maður verði aldrei þekktur sem annað en „Hvítvínskonan,“ en er það ekki bara allt í lagi?

Helgi segir að á tímabili hafi þeir verið orðnir dagdraumakallar sem sátu uppi í sófa og gagnrýndu aðra. 

„2012 var alveg tómt ár hjá okkur þó að við höfum talað saman í síma á hverjum degi. Við vorum orðnir svona dagdraumakallar sem dreymdi um að gera eitthvað og búa eitthvað til sem endaði rosalega mikið í sófagagnrýni á aðra sem voru að gera það sem okkur langaði innst inni að vera að gera. En samt fattaði maður ekki að það væri í raun vanmáttur sem væri að tala.“

Hjálmar fór í kjölfarið af þessu að vinna á leikskóla og segist hafa elskað það starf, en launin hafi hreinlega ekki boðið upp á að halda því áfram.

„Ég hefði alveg viljað halda áfram ef launin væru ekki svona slæm… pældu í því, 227 þúsund fékk ég á mánuði fyrir að vinna frá átta til fjögur, koma heim með hor á öxlinni og gjörsamlega búinn. Ég elskaði vinnuna, en 183 þúsund sem ég fékk útborgað eða eitthvað, það gekk bara ekki upp.”

Í viðtalinu ræða Sölvi, Hjálmar og Helgi um grínið og hvar línurnar liggja þar, tímabilin þegar Hjálmar vann á leikskóla og fór á vanskilaskrá og þegar Helgi vildi ekkert heitara en að verða viðskiptamaður í jakkafötum.

Hér er hægt að hlusta á þáttinn á Spotify: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál