Sunneva og Baltasar á Fjallabaksleið syðri

Sunneva Ása Weisshappel og Baltasar Kormákur.
Sunneva Ása Weisshappel og Baltasar Kormákur. Ljósmynd/Instagram

Kærustuparið Sunneva Ása Weisshappel og Baltasar Kormákur nutu íslenska sumarsins ef marka má Instagram. Hún birti mynd af þeim saman í gær en þetta er fyrsta myndin sem þau birta af sér saman á samfélagsmiðlum. Myndin er tekin á Fjallabaksleið syðri sem er fjallvegur sem liggur frá Keldum á Rangárvöllum norður fyrir Mýrdalsjökul og til byggða í Skaftártungu. 

Sunneva Ása er listamaður og búningahönnuður en hann er einn þekktasti leikstjóri landsins. 

View this post on Instagram

La vida è bella 💫

A post shared by Sunneva Ása Weisshappel (@sunnevasa) on Aug 8, 2020 at 9:43am PDT

mbl.is