Sólrún Diego og Frans fagna 1 árs brúðkaupsafmæli

Sólrún Diego og Frans Veigar fagna einu ári í hjónabandi.
Sólrún Diego og Frans Veigar fagna einu ári í hjónabandi.

Áhrifavaldurinn Sólrún Diego og eiginmaður hennar Frans Veigar Garðarsson fagna sínu fyrsta brúðkaupsafmæli í dag. Hjónin héldu upp á daginn með nótt á hóteli í Reykjavík þar sem þau fóru í heilsulind og nutu lífsins.

Sólrún og Frans gengu í það heilaga í Háteigskirkju á þessum degi fyrir ári síðan og rifjaði Sólrún upp daginn á Instagram. „Þakklæti er mér efst í huga á þessum dásamlega degi, ég hreinlega skil ekki hvað ég gerði til að verðskulda að eyða ævinni með honum & börnunum okkar,“ skrifar Sólrún í færslu sinni á Instagram í dag.

Áður hafði Sólrún lítið gefið upp um brúðkaupið á Instagram hvar hún er með tæplega 40 þúsund fylgjendur. Þar að auki hafði hún bannað myndatökur en ýmislegt rataði þó á samfélagsmiðla. 

Í brúðkaup­inu var hugsað út í hvert smá­atriði. Inni á baðher­bergi kvenna voru til dæm­is túr­tapp­ar, dömu­bindi, myntutöfl­ur, eyrnap­inn­ar, verkjalyf og hárlakk fyr­ir gest­ina og þess gætt að ekk­ert gæti stöðvað gleðina. 

Borðskreyt­ing­ar voru lát­laus­ar, hvít­ar rós­ir og brúðarslör í aðal­hlut­verki og skreyt­ing­in höfð á miðju hring­borði og svo var skreytt með kert­um í glær­um kerta­stjök­um í kring. 

Á mat­seðlin­um var rautt kjöt, Bé­arnaise-sósa og græn­meti og voru drykk­irn­ir hvít­vín, rauðvín og freyðivín. 

Í eft­ir­rétt var súkkulaðiterta á fjór­um hæðum með ljósu smjörkremi sem skreytt var með hvít­um blóm­um. 

Friðrik Dór skemmti í brúðkaup­inu og svo kom að því að hann tók lagið Skál fyr­ir þér og þá stigu brúðhjón­in fram og tóku brúðar­vals­inn und­ir þeim ljúfu tón­um. Svo tók Dj Dóra Júlía við stjórn­inni og spilaði Spiceg­ir­ls og fleiri smelli sem koma öll­um í stuð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál