Jónsi í Sigurrós á lausu eftir 16 ára samband

mbl.is

Jón Þór Birgisson eða Jónsi í Sigur Rós eins og hann er oft kallaður stendur á tímamótum. Hann og sambýlismaður hans til 16 ára, Alex Kendall Somers, hafa slitið sambandi sínu en á dögunum settur þeir einbýlishús sitt við Bergstaðastræti á sölu. Þeir Jón Þór og Somers fóru í sitthvora áttina fyrir hálfu ári síðan eða um það leyti sem húsið var sett á sölu. 

Hann greindi frá þessu í viðtal við The Guardian en þar talar hann ekki bara um sambandsslitin heldur um tónlistina, ilmhönnun sína, hommateknó og innsetningar úr kynlífstækjum. Hljómsveitin Sigur Rós hefur verið í pásu upp á síðkastið og hefur Jónsi notað tímann til að vinna að sínum hugðarefnum. Hann er til dæmis að gefa út sína aðra sólóplötu í október og hefur hún fengið nafnið, Shiver.

Hér má hlusta á lagið Swill sem er að plötunni Shiver: 

The Guardian

mbl.is