Kári og Ragnar trúlofuðu sig

Ragnar og Kári eru trúlofaðir.
Ragnar og Kári eru trúlofaðir.

Ragn­ar Sig­urðsson inn­an­húss­arki­tekt og Kári Sverrisson ljós­mynd­ari eru trúlofaðir. Þessu greina þeir frá á Facebook. 

Kári og Ragnar hafa verið í sambandi í rúmt ár en í lok síðasta árs keyptu þeir íbúð sem þeir hafa verið að gera upp. Lesendur Smartlands hafa fengið að fylgjast með því verkefni. 

Ragnar lærði innanhússarkitektinn við IED Barcelona á Spáni. Kári lærði ljósmyndun og tískuljósmyndun við London College of Fashion og hefur getið sér gott orð hér á Íslandi en hann hefur líka myndað fyrir þekkt erlend tískublöð. 

Smartland óskar þeim innilega til hamingju með trúlofunina!

mbl.is