Tinder-reikningur Ingós veðurguðs falsaður

Ingó veðurguð er ekki á Tinder.
Ingó veðurguð er ekki á Tinder. Mummi Lu

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, er ekki búinn að skrá sig á Tinder. Fregnir bárust af því að Ingó, sem er nýlega á lausu, væri kominn á Tinder. Ingó segir hins vegar í færslu á Facebook að hann hafi ekki stofnað aðganginn. 

Ingó segir í færslu sinni að að einhver hafi þóst vera hann á Snapchat, Twitter og á Tinder. Hann segir viðkomandi líklegast hafa sent skilaboð víða í hans nafni. Hann hvetur fólk til að tilkynna aðganga undir hans nafni á viðkomandi samfélagsmiðlum. 

Í samtali við mbl.is segir Ingó að þetta sé einfaldlega leiðinlegt en hluti af því að vera þekktur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál