Ætlar að halda þrjár litlar fermingarveislur

Pétur og fjölskylda hans verða með þrjár litlar fermingaveislur í …
Pétur og fjölskylda hans verða með þrjár litlar fermingaveislur í lok mánaðarins vegna ástandsins.

Pétur Ívarsson, verslunarstjóri Hugo Boss Kringlunni, er með puttann á púlsinum þegar kemur að tískunni. Hann segir hvíta strigaskó vinsæla með sparifötunum í ár. 

Hvernig verða fermingarplönin?

„Fermingarplönin okkar eru eins og hjá öðrum upp í loft. Okkar strákur fermist 29. ágúst og verðum við með þrjár litlar veislur þann dag.“

Út af ástandinu verða þrjár litlar veislur á fermingardaginn hjá …
Út af ástandinu verða þrjár litlar veislur á fermingardaginn hjá fjölskyldu Péturs. mbl.is/Baunin

Hverju mælirðu með fyrir fermingarpabbann?

„Ég mæli með að hann velji sér föt sem honum líður vel í og fermingarbarnið er sátt við. Þar komum við sterkir inn að aðstoða við valið.“

Hver er uppáhaldsilmurinn þinn?

„Sjálfur nota ég alla jafna ekki ilmi en besta lykt sem ég veit um er fersk útilykt af konunni minni þegar hún kemur heim eftir golf.“

Hvert er uppáhaldstískumerkið?

„Það er nokkuð augljóst að Boss er mitt uppáhaldsfatamerki.“

Einföld og falleg jakkaföt hjá Boss.
Einföld og falleg jakkaföt hjá Boss. mbl.is/Boss

Hver er uppáhaldsflíkin þín?

„Uppáhaldsflíkin er grænn hettujakki frá Boss að sjálfsögðu. Ég er búinn að nota hann allt of lengi en fæ mig ekki til að hætta að nota hann.“

Hvernig er tískan hjá feðrum á fermingardaginn?

„Fermingartíska pabbanna er með svipuðu sniði og síðustu ár. Það eru annaðhvort jakkaföt eða samsett stakur jakki og buxur. Örlítið léttara en áður jafnvel þannig að pabbarnir eru í hvítum stirgaskóm eins og strákarnir.“

En hjá fermingardrengjunum?

„Við erum ekki mikið að selja fermingarstrákum, þó koma alltaf þónokkrir sem eru komnir lengra í líkamlegum þroska og versla hjá okkur. Það er það sama hjá þeim, annaðhvort jakkaföt eða samsett jakki og buxur. Annars sýnist mér hvítu strigaskórnir vera aðalsmerki ferminganna.“

Pétur mælir með hvítum strigaskóm við fermingarfatnaðinn. Bæði fyrir feður …
Pétur mælir með hvítum strigaskóm við fermingarfatnaðinn. Bæði fyrir feður og syni þeirra á fermingardaginn. mbl.is/Boss

Fékkstu eitthvað töff í fermingagjöf sem þú manst eftir?

„Ég fékk kassettutæki sem ég var mjög ánægður með.“

Hver er uppáhaldsmorgunmaturinn?

„Ég borða aldrei morgunmat og æfi alltaf á fastandi maga. Ég fæ mér þó alltaf tvo espresso áður þannig að svarið er væntanlega espresso.“

Pétur fær sér espresso í morgunmat.
Pétur fær sér espresso í morgunmat. mbl.is/Colourbox

Áttu þér uppáhaldshótel?

„Uppáhaldshótelið mitt er hótel sem ég og Una vorum á síðast þegar við fórum til Parísar.“

Uppáhalds hótelið í París.
Uppáhalds hótelið í París. mbl.is/skjáskot Instagram

Fylgir þú einhverjum á samfélagsmiðlum tengt tískunni?

„Ég er búinn að vera í þessum bransa svo lengi og hef unnið með mörgum. Margir fyrrverandi starfsmenn Boss hafa hætt og opnað eigin búðir og eru nokkuð duglegir á samfélgsmiðlum. Ég fylgist vel með þeim öllum.“

Hvað ætti ekki að gera tengt tískunni?

„Hneppa báðum tölunum á tveggjatölujakka.“

En alltaf?

„Hneppa efri tölunni á tveggjatölujakka.“

Eitthvað að lokum?

„Njótið þess að vera til og gangi ykkur vel með fermingarnar.“

Pétur er hrifin af París.
Pétur er hrifin af París. mbl.is/skjaskot Instagram
Mannlífið í París á þeim tíma sem hægt var að …
Mannlífið í París á þeim tíma sem hægt var að ferðast. mbl.is/skjáskot Instagram
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál