Farðu til Ítalíu í huganum í nýjustu bók Elenu Ferrante

Vinkonurnar Lila og Elena Greco í þáttunum framúrskarandi vinkona.
Vinkonurnar Lila og Elena Greco í þáttunum framúrskarandi vinkona.

Ítalski rithöfundurinn Elena Ferrante hittir aðdáendur Ítalíu í hjartastað með bókinni Lygalíf fullorðinna, sem kom út í dag. Ferrante er höfundur kvartettsins Framúrskarandi vinkona, en samnefndir þættir hafa verið sýndir á RÚV. 

Á tímum sem þessum þar sem ekki er auðvelt að hoppa upp í flugvél og fara í raunverulegt ferðalag til Ítalíu má þó auðveldlega komast þangað í huganum við lestur bókarinnar. 

Í sögunni Lygalíf fullorðinna segir frá einkadóttur ástríkra og vel menntaðra foreldra sem búa í hæðum Napolí. Stúlkan er alin upp við gott atlæti og gengur allt í haginn. Hún er augasteinn föður síns en þegar að kynþroskanum kemur tekur velgengni hennar í skólanum skyndilega dýfu án sýnilegrar ástæðu. Þetta veldur metnaðarfullum foreldrunum talsverðum áhyggjum og eitt kvöldið heyrir hún óvart á tal þeirra þar sem faðir hennar lætur út úr sér örlagarík orð sem umhverfa sjálfsmynd hennar og setja lífið í nýtt samhengi. Í kjölfarið kvarnast smám saman úr undirstöðum fjölskyldunnar, tilveran tekur kollsteypu og nýr veruleiki kemur í ljós.

Sagan er tilfinningaþrungin þroskasaga unglingsstúlku sem lendir í sársaukafullri eldskírn á leið sinni inn í heim fullorðinna. Hún þarf að púsla saman nýrri sjálfsmynd af eigin rammleik, slíta sig frá foreldrunum og bernskunni og komast til botns í fjölskylduleyndarmáli sem hún er sannfærð um að Vittoria frænka hennar varðveiti lykilinn að.

Lygalíf fullorðinna er fyrsta skáldsaga Elenu Ferrante síðan Napólí-fjórleikurinn sló í gegn um allan heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál