Emmsjé Gauti selur Hagavagninn

Emmsjé Gauti hefur selt hlut sinn í Hagavagninum.
Emmsjé Gauti hefur selt hlut sinn í Hagavagninum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti hefur verið hluthafi í veitingastaðnum Hagavagninum síðan í nóvember 2018. Nú hefur hann selt sinn hlut. 

„Í nóvember 2018 opnaði staður sem ég tók þátt í að skapa. Langur og lærdómsríkur aðdragandi opnunar skilaði okkur Hagavagninum í sinni mynd. Fyrir nokkrum dögum seldi ég minn hlut í staðnum en eftir stendur þakklæti fyrir að hafa tekið þátt í að skapa stað sem ég tel vera góða viðbót við hverfið og veitingaflóruna í heild sinni,“ segir rapparinn á facebooksíðu sinni. mbl.is