Gunnar Hansson trúlofaður

Leikarinn Gunnar Hansson trúlofaði sig á dögunum. Sú heppna heitir Hiroko Ara en parið greindi frá trúlofuninni á Facebook um helgina. Gunnar er einna þekktastur fyrir túlkun sína á Frímanni Gunnarssyni. 

Lífið leikur greinilega við Gunnar þessa dagana en auk þess að vera trúlofaður er sjónvarpsþátturinn Smáborgarasýn Frímanns að slá í gegn á RÚV á sunnudagskvöldum. 

Smartland óskar Gunnari og Hiroko til hamingju með ástina. 

Gunnar í hlutverki Frímanns Gunnarssonar.
Gunnar í hlutverki Frímanns Gunnarssonar. Skjaskot/ruv.is
mbl.is