Davíð Þorláksson, forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins og einn af eftirsóknarverðustu einhleypu mönnum landsins árið 2019 er genginn út. Þetta kemur fram í afmælisgrein um Davíð í Morgunblaðinu í dag en Davíð fagnar 40 ára afmæli.
Kærasti Davíðs er Daniel Barrios Castilla og er ættaður frá Kólumbíu. Daniel leggur stund á meistaranám í raforkufræði við Háskólann í Reykjavík.
Smartland óskar þeim innilega til hamingju!