Ástin blómstrar hjá Svölu og Kristjáni

Svala og Kristján virðast vera ástfangin upp fyrir haus.
Svala og Kristján virðast vera ástfangin upp fyrir haus. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir og kærasti hennar Kristján Einar Sigurbjörnsson fara ekki leynt með ást sína hvort á öðru. Parið sýnir mikið hvort frá öðru á Instagram og má iðulega fylgjast með því hvað drífur á daga þeirra á samfélagsmiðlinum. 

Svala og Kristján eru bæði búin að stofna „highlight“ á instagramsíðum sínum þar sem þau safna saman minningum hvort af öðru. 

Svala og Kristján eru búin að vera í sambandi síðan um miðjan ágúst og virðist sambandið aldrei hafa verið betra. Þau hafa gert ýmislegt á þeim vikum sem þau hafa verið saman og fóru þau meðal annars saman norður til Húsavíkur en Kristján er fæddur og uppalinn þar. 

View this post on Instagram

Travel Diary 🦋

A post shared by SVALA (@svalakali) on Sep 13, 2020 at 6:19am PDT

mbl.is