Ásdís Rán syrgir Playboy kónginn

Hristo Sirakov og Ásdís Rán Gunnarsdóttir.
Hristo Sirakov og Ásdís Rán Gunnarsdóttir.

Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir sem búsett er í Búlgaríu syrgir Playboy kónginn Hristo Sirakov sem fallinn er nú frá. Hann var umsvifamikill í Búlgaríu og eigandi tímaritsins þar í landi. 

„Við góðan vin og frábæran litríkan persónuleika segi ég bless. Með þér var þetta alltaf ævintýri. Búlgaría verður aldrei eins með hinn goðsagnakennda viðskiptamann og Playboy King Hristo Sirakov. Hvíl í friði elsku vinur, ég held að hafi viljað hafa þig þarna uppi. Ég festi eina af tilvitnunum þínum til heiðurs, því miður er þýðingin á Facebook ekki sú besta,“ segir Ásdís Rán á Facebook-síðu sinni. 

mbl.is