Fagurkeri sem elskar að gleðja með fallegum kökum

Eva Laufey Hermannsdóttir fjölmiðlakona er gift Haraldi Haraldssyni og eiga þau tvær dætur saman; þær Ingibjörgu Rósu sex ára og Kristínu Rannveigu þriggja ára. 

Hvað gerðir þú í síðasta barnaafmæli?

„Litla dóttir mín hún Kristín Rannveig er nýbúin að eiga þriggja ára afmæli. Við eigum eftir að halda afmælispartí en ég bakaði engu að síður kökur og við hittum ömmu og afa yfir daginn sem var mjög notalegt. Við héldum afmælispartí fyrir eldri dóttur okkar í júlí, en við vorum með afmælispartí fyrir okkar nánasta hóp þar sem vildum ekki bjóða of mörgum vegna ástandsins en þegar ég segi okkar nánasta hóp þá eru það engu að síður rúmlega 60 manns. Við eigum bæði stórar fjölskyldur og það er þess vegna líf og fjör hjá okkur.

Í júlí er yfirleitt gott sumarveður og þá finnst okkur best að grilla hamborgara og pylsur og bjóða síðan upp á kökur og ís í eftirrétt. Ég er þá ekki að flækja málin mikið, ein súkkulaðikaka og ein marengsterta plús ís fyrir þá sem vilja það frekar. Það er einfalt og gott.“

Hver er uppáhaldskaka barnanna í afmælum?

„Súkkulaðikaka er yfirleitt vinsælust en Ingibjörg Rósa mín borðar eingöngu marengstertur og þess vegna baka ég alltaf marengs fyrir hana og ég hef tekið eftir því að súkkulaðikakan er vinsæl sem og rice krispies-kökur. Svo hef ég alltaf vatnsmelónur og ávexti og yfirleitt klárast það strax.“

Hvað er skemmtilegast að gera fyrir barnaafmælin?

„Ég elska að skreyta kökur og fer kannski svolítið „overboard“ en það er eitthvað svo einstaklega skemmtilegt og fallegt á sjá svipinn á bæði börnum og fullorðnum þegar ég kem með kökuna á borðið og þeim þykir hún falleg. Ég elska það augnablik og ætli það sé ekki ástæða þess að mér þykir svo gaman að baka fyrir aðra.“

Kjóll frá Lindex.
Kjóll frá Lindex.

Hvert er uppáhaldsfatamerkið þitt fyrir börn?

„Þægilegur klæðnaður fyrst og fremst, Wheat-merkið er til dæmis mjög fínt, Lindex er með góðar vörur og sömuleiðis versla ég mikið í Petit.is og þá kannski aðeins sparilegri en þægilegan fatnað. Ég sakna Ígló og Indí mjög mikið, það voru alveg frábær föt.“

Hvað ættu allar ófrískar konur að skoða?

„Þegar ég undirbjó komu stelpnanna þá keypti ég minna en meira. Það eru alls konar listar í boði sem ég horfi stundum á og ég átti örugglega ekki helminginn af þeim vörum sem mælt er með en stelpunum mínum leið samt mjög vel. Það skiptir alls ekki máli að eiga allt og hugsa frekar út í notagildið, kaupa færri og betri vörur í staðinn. Ég var fyrst um sinn hrædd um að kaupa ekki nóg af fötum en svo kemur það í ljós að verslanir fara ekkert þegar börnin eru fædd. Svo ég mæli með að byrja bara á því að kaupa minna og bæta þá við ef þess þarf.“

Hver er uppáhaldsmorgunmaturinn þinn?

„Það fer eftir dögum en það sem ég elska alltaf og stendur alltaf fyrir sínu er ristað súrdeigsbrauð með smjöri og osti, stundum sultu. Það er einfalt og virkilega gott. Sérstaklega ef ég get borðað það í ró og næði með góðum kaffibolla, en það eru svo sannarlega lúxusmorgnar þegar það gerist.“

Hvert er uppáhaldssnjallforritið?

„Instagram.“

Hvað er í snyrtitöskunni?

„Ég er alltaf með hárbursta með mér, tannbursti, tannkrem, bronzing-gelið frá Sensai sem gjörsamlega bjargar öllum dögum, góður farði sem er einnig frá Sensai, kinnalitur og varalitur – ég fékk það ráð eitt sinn að ef maður er eitthvað þreyttur og lúinn er best að skella á sig góðum og fallegum varalit, það frískar upp á mann.“

Hver er besti veitingastaðurinn í borginni?

„Þeir eru svo margir og góðir, ég er nýbúin að fara á Fiskmarkaðinn í hádeginu og það var svo gott. Hugsa mikið um rækju-tacoið sem ég fékk mér. Hann er klárlega einn besti veitingastaðurinn í borginni.“

Áttu þér uppáhaldshótel?

„Mér og okkur fjölskyldunni finnst einstaklega gaman að fara á falleg hótel. Við fórum á bæði Rangá og Hótel Geysi í sumar og það var svo skemmtilegt. Ég hlakka mikið til að heimsækja bæði hótelin á ný. Vonandi verður það sem fyrst.“

Áttu uppáhaldsfatamerki?

„Ég er rosa mikil kjólamanneskja og ég elska Andreu, Malene Birger og svo er ég nýbúin að uppgötva frábæran hönnuð, hana Kristínu Ósk, hún hannar undir merkinu Krósk og þar má meðal annars finna guðdómlega kjóla.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »