Langalangamma lagði mikið á sig

Lilja Pálmadóttir hrossabóndi og listamaður er fyrsti gestur í þáttunum, Hver ertu?, sem mun hefja göngur sínar í Sjónvarpi Símans Premium næsta fimmtudag en þátturinn verður sýndur sama dag í opinni dagskrá kl. 20.00 í Sjónvarpi Símans.

Í þættinum er Lilja spurð út í forfeður sína og kemur í ljós að langalangamma hennar var ekkert blávatn. Hún gekk frá Grímsnesi yfir í Skagafjörð án þess að blása úr nös. Ferðin tók reyndar tvær vikur en hún komst lífs af. 

Þóra Karitas Árnadóttir stýrir þáttunum en hún bærði leikkona og metsölurithöfundur. 

mbl.is