Jennifer Aniston fastar alltaf í 16 tíma

Jennifer Aniston.
Jennifer Aniston.

Jennifer Aniston er hörð í horn að taka og hefur lengi verið ein vinsælasta leikkona veraldar. Það elska ekki allir að vinna með henni, enda þykir hún mikil stjarna og oft erfið við meðleikara sína. 

Það tekur þó enginn frá Aniston þá staðreynd að hún er alltaf í frábæru líkamlegu formi. Hver man sem dæmi ekki eftir henni í baðfataatriðinu í Just Go With It frá árinu 2011?

Hér eru nokkur atriði í hennar anda til að halda sér í formi:

Æfingar

Jennifer Aniston æfir allt að sjö daga vikunnar ef marka má einkaþjálfara hennar. Æfingarnar fara eftir því hvað hún er að gera hverju sinni. Þótt Aniston sé orðin rúmlega fimmtug að aldri hefur hún ekkert gefið eftir með þetta. Ef eitthvað er hefur hún aukið líkamsrækt með árunum. 

Svefn

Jennifer Aniston leggur áherslu á að fá nægan svefn. Hún fer snemma að sofa eða reynir að sofa út ef hún hefur ekki komist í rúmið á réttum tíma.

Fjölbreytileiki

Aniston stundar alls konar æfingar. Hlaup, box, teygjur og planka svo eitthvað sé nefnt.

Föstur

Aniston reynir að hvíla magann í 16 klukkustundir á sólarhring. Hún borðar ekki morgunmat og velur næringarríkt fæði sem er hollt og gott fyrir líkamann. Hún leggur áherslu á rétta samsetningu af prótíni og grænmeti og reynir eftir bestu getu að borða eins fjölbreytt grænmeti og völ er á. 

Tilfinningar

Aniston hefur unnið í sér og er ein af þeim sem reyna að forðast það að borða yfir tilfinningarnar.  

Sjálfsmildi

Jennifer Aniston er á móti því að fólk dæmi sig ef hlutirnir ganga ekki upp í lífinu. Hún lætur ekki gömul sambönd, hvort heldur sem er við foreldra eða kærasta, stoppa sig og segir að viðleitnin til að gera sitt besta sé markmið í sjálfu sér. 

Womens Health Magazine



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál