Maðurinn sem er að gera allt vitlaust

Lucas Bravo fer með hlutverk Gabriels í Emily in Paris.
Lucas Bravo fer með hlutverk Gabriels í Emily in Paris. Skjáskot/Instagram

Þættirnir Emily in Paris komu inn á streymisveituna Netflix á föstudaginn var og hafa margir graðgað þættina í sig á síðastliðnum dögum. Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda, ekki síst út af franska kokkinum, Gabriel. 

Með hlutverk Gabriels fer franski leikarinn Lucas Bravo. Bravo var lítið þekktur fyrir þættina en hefur nú skotið hratt upp á stjörnuhimininn. Hann hefur fengið smærri hlutverk í sjónvarpsþáttum í Frakklandi, eins og Sous le Soleil de Saint-Tropez og Plus Belle la Vie. 

Bravo leikur kokk í þáttunum en sjálfur vann hann sem …
Bravo leikur kokk í þáttunum en sjálfur vann hann sem kokkur á veitingahúsi fyrir nokkrum árum. Skjáskot/Instagram

Bravo er 32 ára gamall og er ættaður frá Nice í Suður-Frakklandi. Faðir hans er fótboltamaðurinn Daniel Bravo sem spilaði lengi vel með Paris Saint-Germain. Hann lék einnig fyrir lið á borð við Monaco, Lyon og Marseille. Hann spilaði líka með franska landsliðinu á árunum 1982-89.

Bravo leikur kokk í Emily in Paris sem hentaði honum vel því hann vann eitt sinn sem kokkur. „Fyrir nokkrum árum var ég kokkur á veitingastað, þannig að þegar ég fékk handritið fyrst hugsaði ég að þetta myndi henta mér vel og ég gæti nýtt þessa hæfileika. Og svo var ég látinn elda tortillakökurnar sem ég gerði fyrir Emily í þáttunum,“ sagði Bravo í viðtali við Manny the Movie Guy. 

Bravo er einnig fyrirsæta.
Bravo er einnig fyrirsæta. Skjáskot/Instagram

Höfundur þáttanna er Darren Star, en hann er einnig höfundur Sex and the City. Bravo segir í viðtali við The Cut að hann sé mikill aðdáandi Sex and the City og hann hafi hámhorft á þættina þegar hann var yngri. „Allir strákavinir mínir spurðu bara: „Af hverju ertu að horfa á þetta? Þú ættir ekki að horfa á þetta.“ Og ég svaraði: „Maður getur lært svo mikið af þessum þáttum, þið ættuð að reyna að fræðast.“ Ég fór líka í Sex and the City-ferðina þegar ég fór til New York,“ sagði Bravo.

Auk þess að vera leikari er Bravo einnig fyrirsæta og lék meðal annars í auglýsingu fyrir Chanel árið 2017.

View this post on Instagram

CHANEL by @LisaPaclet @elliebamber_ @chanelofficial

A post shared by L U C A S 🪐 B R A V O (@lucasnbravo) on Nov 8, 2017 at 2:47pm PST

mbl.is