Sunneva hefur aldrei verið á sterum

Sunneva Einars hefur heyrt margar kjaftasögur um sig.
Sunneva Einars hefur heyrt margar kjaftasögur um sig. Skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir segir að hún hafi aldrei látið fjarlægja rifbein úr sér til að virðast grennri. Hún segir einnig að hún hafi aldrei notað stera. Sunneva opnaði sig um skrítnustu kjaftasögurnar sem hún hefur heyrt um sjálfa sig í hlaðvarpsþættinum Teboðið. 

Sunneva heldur úti hlaðvarpsþáttunum Teboðið með vinkonu sinni Birtu Líf Ólafsdóttur. Í þættinum sem kom út í vikunni ræddu þær meðal annars um fegrunaraðgerðir en báðar hafa þær fengið sér fyllingu í varirnar.

Sunneva og Birta fóru einu sinni saman að fá sér varafyllingu og fengu sér báðar tvær sprautur. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem þær fóru í fyllingu en þetta var í fyrsta skipti sem þær fengu sér svona mikið magn. 

Báðar segja þær að þeim hafi fundist þetta vera of mikið og Sunneva viðurkennir að henni hafi fundist hún tilneydd til að fá sér svona mikið magn. Hún fór seinna aftur á stofuna og lét leysa upp efnið. 

Sunneva og Birta fengu spurningar í gegnum Instagram. Ein spurningin var um hver væri skrítnasta lygasagan sem þær hefðu heyrt um sjálfar sig. 

„Það eru svo margar sem ég hef heyrt. Það er örugglega sagan sem ég sagði seinast, um rifbeinin. Það kom líka einu sinin saga um að ég væri á sterum. Þetta kemur allt frá mjög ungu fólki sem ég held að viti bara ekki betur. En þetta fólk vill alltaf trúa því versta upp á mann. Halda maður geti ekki fengið „sick pack“ nema að það sé eitthvað ónáttúruleg. Þetta eru örugglega skrítnustu lygasögurnar mínar,“ sagði Sunneva. 

Sunneva sagði að fólk sem væri að dreifa svona sögum væri yfirleitt fólk sem vissi ekkert um stera. Hún sagðist sjálf ekki vita neitt um stera heldur. Hún segir að vinkonur hennar segi henni yfirleitt þessar skrítnu lygasögur um hana og að þær vinkonur hennar vinni margar hverjar í félagsmiðstöðvum.

Birta sagðist ekki hafa lent í því að heyra einhverja lygasögu um sjálfa sig og að hún sé mjög ánægð að hafa aldrei lent í því.

Þáttinn má hlusta á hér fyrir neðan og einnig á hlaðvarpsvef mbl.is.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál