Halldór og Sigríður Hjálmars trúlofuð

Halldór Halldórsson og Sigríður Hjálmarsdóttir.
Halldór Halldórsson og Sigríður Hjálmarsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins ehf. og fyrrverandi borgarfulltrúi og Sigríður Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju eru trúlofuð. Hann bað hennar í gær á 45 ára afmælisegi hennar. 

Halldór var oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um nokkurra ára skeið áður en hann varð forstjóri. Hann er ættaður frá Ísafirði og mikill kajakmaður eins og lesendur Smartlands komust að 2013 þegar hann bauð undirritaðri í siglingu. 

Sigríður er guðfræðingur að mennt og hefur unnið ýmis störf um ævina. Hún var lengi blaðamaður áður en hún varð framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju. 

Smartland óskar þeim hjartanlega til hamingju með ástina og ráðahaginn! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál