„Mig langar bara að vera í friði“

Inga Lind Karlsdóttir var gestur Snæbjörns í hlaðvarpinu, Snæbjörn talar …
Inga Lind Karlsdóttir var gestur Snæbjörns í hlaðvarpinu, Snæbjörn talar við fólk. mbl.is/Árni Sæberg

Inga Lind Karlsdóttir stofnandi Skot er gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Í þættinum ræðir Inga Lind líf og störf og líka frægðina sem hún myndi gjarnan vilja sleppa við í dag. Hún segir í þættinum að það sé frekar glatað að sjónvarpsstöðvar landsins séu endalaust að sýna gamalt efni og hún sé mikið stoppuð úti á götu af litlum krökkum sem spyrja hana hvort hún sé ekki örugglega í Biggest Loser. Þegar Snæbjörn spyr hvort hún sé hætt í sjónvarpi segist hún ekki vera með nein áform um verkefni fyrir framan myndavélina. 

„Það er eitthvað lítið af því. Ég veit ekki hvort ég sakna þess. Ég sakna þess ekkert. Það er eiginlega bara fínt. Maður byrjar strax í framhaldsskóla að vera fyrir allra augum í ræðukeppnum og svo í sjónvarpi. Ég er orðin rosa vön því að fólk kannast við andlitið á mér. Mér þætti æðislegt að losna við það núna,“ segir Inga Lind í viðtalinu við Snæbjörn og bætir við: 

„Það fylgir því ekki eintóm sæla að vera þekkt andlit.“

Hún segir jafnframt að hún fái mikla athygli út á eitthvað sem hún kæri sig ekki um og nefnir smellufréttir. 

„Mig langar bara að vera í friði,“ segir Inga Lind í viðtalinu. 

HÉR er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

Snæbjörn Ragnarsson og Inga Lind Karlsdóttir.
Snæbjörn Ragnarsson og Inga Lind Karlsdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál