Hvað getum við lært af Emily í París?

Þættirnir um Emily í París hafa slegið í gegn að undanförnu. Þá ekki einungis fyrir glæsilegt sögusvið og skemmtilega tísku, heldur einnig fyrir góð skilaboð og skemmtilegt viðhorf.  

Eftirfarandi atriði eru til fyrirmyndar að margra mati: 

Ekki láta ástina stoppa þig á framabrautinni

Í upphafi þáttanna er Emily búsett í Chicago í Bandaríkjunum ásamt unnusta sínum. Hún á von á stöðuhækkun en verður óvænt að fara til Parísar að starfa í eitt ár. 

Emily lætur ekkert stoppa sig í að klifra upp metorðastigann í vinnunni, enda veit hún að frami hennar og sjálfstæði er undir henni sjálfri komið, ekki kærastanum hennar. Sem sýnir það seinna og sannar að hann getur ekki beðið eftir henni sem verður að endalokum sambandsins. 

Konur eru konum bestar

Emily á erfitt í París í fyrstu þar sem hún talar ekki frönsku og þekkir illa til franskrar menningar. Eitt af því fyrsta sem hún gerir í París er að tengja við aðrar konur sem styðja við hana. Í þáttunum kemur skýrt fram að konur eru konum bestar. Sér í lagi þær sem vilja að þér gangi vel. 

View this post on Instagram

live from Emily’s camera roll 🌹

A post shared by Emily In Paris (@emilyinparis) on Oct 5, 2020 at 1:22pm PDT

Jákvætt viðmót til yfirmanna

Það sem Emily hefur fram yfir marga er jákvætt viðhorf til yfirmanna sinna. Sama hvað á gengur í lífi hinnar frönsku Sylvie ákveður Emily að standa með henni. Hún er jákvæð í hennar garð og endar að lokum á að fá hana á sit band. 

Fólk er alls konar og ætlar Emily ekki að stíga inn í að gera yfirmann sinn að guðlegri veru sem er fullkomin heldur mætir henni af hlýju og velvild, án þess að breyta sér fyrir hana. 

Trú á eigin hæfileikum

Það sama á við um Emily gagnvart eigin ágæti og hæfileikum. Hún er snillingur í markaðssetningu á netinu og þótt Frakkar virðist ekki á sama stað og hún heldur hún sínu striki og reynir eftir fremstu getu að útskýra fyrir frönsku elítunni að flestir eru í hennar sporum; elska fallega hönnun og vilja vera með þeim sem stjórna tískunni. 

Það hafa ekki allir efni á dýrustu kjólum úr hátískunni í París. Til þess að vera með kaupa ungar stúlkur sér oft einungis ilmvatn eða lyklakippu til að fá hlutdeild í hönnuninni. Það ætti aldrei að líta niður á slikt. 

Það er ekki til sá eini rétti

Það sem er kannski mest heillandi við Emily í París er hvernig hún tekst á við ástamálin. Hún setur sjálfa sig í fyrsta sætið og ferilinn sinn og dreymir ekki um prins á hvítum hesti sem kemur að bjarga henni. Hún reynir að setja mörk gagnvart ástinni, sem gengur misvel hjá henni. Að sjálfsögðu, enda er enginn fullkominn í því. 

Hún er óhrædd við að fara á stefnumót, læra og reyna betur næst. Hún áttar sig á því að hún er ung og að karlmenn þurfi að læra að koma vel fram við hana áður en hún festir ráð sitt. 

Dæmi um þetta er þegar hún segir háskólakennaranum upp eftir nokkur stefnumót, þar sem hann nennti ekki að sitja með henni á ballettsýningu sem hún var spennt fyrir. 

Þetta þyrftu fleiri að kenna dætrum sínum að margra mati; að segja nei við lélegri framkomu og að þekkja sitt eigið verðmæti og gildi. Það er ekkert samband svo merkilegt að ungar konur ættu að láta koma illa fram við sig. 

Þetta gerir Emily betur en margir aðrir!

Emily kann betur en margar aðrar konur að vera í …
Emily kann betur en margar aðrar konur að vera í boðum. Hún leitast við að kynnast fólki og koma hugmyndum sínum á framfæri. mbl.is/skjáskot Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál