Frosti Loga skíthræddur að brjóta kassa á Domino's

Frosti Logason er gestur Sölva Tryggvasonar.
Frosti Logason er gestur Sölva Tryggvasonar. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Frosti Logason fjölmiðlamaður er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Frosti, sem varð fyrst þekktur í hljómsveitinni Mínus hefur unnið nánast allan sinn starfsferil á fjölmiðlum. En í viðtalinu segir hann frá því hvernig starfsferillinn hans hófst.

„Ég vann á Dominos með námi í fjölbrautaskóla. Ég byrjaði nokkrum vikum fyrir sautján ára afmælisdaginn minn að brjóta saman kassa. Ég man að Tóti sem var þá framkvæmdastjóri, kom að mér og spurði mig: „Af hverju ertu svona hræddur. Það er enginn að fara að bíta þig“…þá var ég þarna eins og mús á bakvið að brjóta saman kassa. Ég elskaði Bandaríkin svo mikið að mér fannst geggjað að vinna fyrir Dominos þegar þeir voru nýkomnir til Íslands. Daginn sem ég fékk bílprófið mitt var ég í vinnunni og fyrsti aksturinn minn með ökuskírteinið var með pizzu í bílnum í vinnunni fyrir Dominos. Ég var að farast úr stressi. En ég vann þarna í dáldinn tíma og vann mig upp. Fyrst sendill, svo bakari, svo vaktstjóri og svo átti að gera mig að verslunarstjóra þegar ég hætti. En þetta var minn vinnuskóli.“

Að Domino's tímanum undanskildum hefur Frosti nær eingöngu unnið við fjölmiðla og það byrjaði snemma.

„Þegar ég var 11 eða 12 ára byrjaði ég að bera út DV og selja DV á Garðatorgi og ég man að ég var mjög stoltur af því að vinna hjá þeim. Þegar ég kláraði fjölbraut var ég að vinna við útkeyrslu hjá Fróða við að keyra út tímaritin og fannst það frábært og svo fór ég á X-ið, þar sem ég byrjaði með vikulegan þungarokksþátt. Máni var með hann fyrst, en ég var alltaf að láta hann hafa efni til að spila í þættinum af því að hann hafði ekki hundsvit á þungarokki. En þegar Mínus vann músíktilraunir fékk ég þáttinn og fljótlega varð þetta að fullu starfi á X-inu. En svo fékk ég að vera á Fókus, Popptíví og alls konar fleiru í gegnum tíðina, en X-ið hefur alltaf verið kjarninn.“

Frosti hefur um árabil haldið úti þættinum Harmageddon ásamt félaga sínum Þorkatli Mána Péturssyni. Þátturinn er þekktur fyrir að hleypa í loftið fólki með óvinsælar skoðanir og ræða málin tæpitungulaust. Í viðtalinu ræða Frosti og Sölvi um mikilvægi þess að stoppa ritskoðun í fjölmiðlum, tímabilið þar sem Frosti var lykilmaður í hljómsveitinni Mínus, mikilvægi þessi að taka ábyrgð í lífinu og margt margt fleira.

Viðtalið í heild má sjá hér að neðan og á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál