Mamma og pabbi kynntust á strætistoppistöð

Maður tveggja heimsálfa, stórættaður í báðum álfum. Unnsteinn Manúel á áhugaverða sögu þótt ungur sé. Í þættinum Hver ertu? eru fjarlægð lönd heimsótt og kemur ýmislegt óvænt í ljós. Þátturinn kemur í Sjónvarp Símans Premium og í þáttaröðinni kynnumst við þjóðþekktum einstaklingum betur. 

Hver er persónan bak við nafnið? Vitum við nákvæmlega hvaðan við komum, hvaðan forfeður okkar komu? Hvað hefur mótað okkar persónu, okkar skapgerð, líkamsburði, veikleika og styrkleika? Við grandskoðum ættartré nokkura þjóðþekktra Íslendinga. Hvaðan eru þeir? 

Við fáum svör við spurningum sem stundum svala forvitninni og stundum varpa ljósi á áður óþekkta hluti. Þættirnir bjóða uppá skemmtilegt og fræðandi ferðalag með ykkar besta fólki hérlendis og erlendis. Hvurra manna eru þau, hverjar eru ættir þeirra, eru forfeður þeirra snillingar, draumórafólk, letingjar eða dugnaðarforkar. 

Allir eiga sér sögu ef grannt er skoðað, og oft og tíðum merkilega og áhugaverða. Við ætlum að draga fram sögur um okkar fólk, gera þær ljóslifandi, með það eitt í huga að skrásetja og varðveita þann fjársjóð sem hver og einn á í fólkinu sínu og lífshlaupi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál