„Við vorum ákveðnir í að verða glæponar“

Flosi Þorgeirsson er gestur Snæbjörns Ragnarssonar í þættinum Snæbjörn talar …
Flosi Þorgeirsson er gestur Snæbjörns Ragnarssonar í þættinum Snæbjörn talar við fólk.

Flosi Þorgeirsson gítarleikari í hljómsveitinni HAM, sagnfræðingur, faðir, leiðsögumaður, rokkstjarna og annar af stjórnendum hlaðvarpsþáttarins Draugar fortíðar er gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpsþættinum Snæbjörn talar við fólk.

Í þættinum talar hann um þegar faðir hans lést af slysförum þegar Flosi var 8 ára gamall. Hann segir að það hafi markað líf hans. Hann berst daglega við kvíða og þynglyndi en heldur því í skefjum með skynsemi og aðferðum sem hann hefur lært á lífsleiðinni. Hann er framúrskarandi greindur og vel gefinn, skemmtilegur með afbrigðum, opinn og æðrulaus.

„12 ára gamall er ég niðri á Lögreglustöð og það er lögreglumaður að taka af mér fingraför og ég held núna að þetta hafi verið sjokk taktík. Ég var langt undri lögaldri. Ég held þeir hafi bara verið að hræða mig,“ segir hann í viðtalinu. 

Hann segir frá því að hann hafi verið farinn að skemma hluti og stela úr búðum. 

„Ég var farinn að hanga með öðrum í svipuðum fíling. Við vorum ákveðnir í því að verða glæponar.“

Svo á tímabili hékk Flosi á Hlemmi. 

„Ég hékk mikið með Pétri vini mínum sem dó úr óverdósi í Amsterdam.“

Þú getur hlustað á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is