Er þinn Hlöllabátur verðlaunabátur?

Þú getur unnið 100.000 krónur í Nettó ef þinn Hlöllabátur …
Þú getur unnið 100.000 krónur í Nettó ef þinn Hlöllabátur vinnur til verðlauna.

Nettó hóf nýlega sölu á vörum frá Hlöllabátum og efnir í tilefni þess til keppni um uppskrift á besta Hlöllabátnum. Keppendur birta mynd af sínum eigin heimagerða Hlöllabát og uppskrift. Valið verður úr innsendingum þann 1. nóvember og mun sá einstaklingur sem gerir besta bátinn hljóta 100.000 kr. inneign í Nettó auk þess sem báturinn verður settur í sölu hjá Hlöllabátum. 

„Við höfum verið að fá margar ábendingar og hugmyndir inn á okkar borð undanfarið frá fólki sem er að smíða sinn eigin Hlöllabát heima. Því gripum við gæsina og ákváðum að fara þessa leið og setja smá fútt í þetta. Nú þegar hefur verið tekið vel í leikinn og við höfum séð þónokkrar girnilegar samsetningar,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa. 

Í Nettó er að finna brauð frá Hlöllabátum, sósur og krydd svo dæmi séu tekin en sala á þessum vörum hefur verið mikil. Einnig má finna vörurnar í verslunum Kjörbúðarinnar og Iceland sem eru einnig verslanir í eigu Samkaupa

„Ég er ótrúlega spenntur að sjá hvaða frábæru Hlöllabátar eiga eftir að líta dagsins ljós. Sjálfur leik ég mér með þetta og nota oft afganga með mis góðum árangri. Annars er magnað hvað Hlöllasósan og kryddið getur bjargað þannig fyrir horn. Það er ekki hægt að tapa i þessari keppni. Í versta falli færðu góða máltíð og besta falli færðu glæsileg verðlaun og heiðurinn að fá þinn eigin bát inn á matseðil Hlöllabáta,“ segir Sigmar Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Hlöllabáta. 

Keppnin er í gangi til 1. nóvember og það eina sem þátttakendur þurfa að gera til taka þátt er að setja mynd af þeirra eigin bát og uppskrift inn á Facebookið sitt eða Instagram og setja myllumerkin #netto #hlollabatar og #minnhlolli við myndina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál