Haltu upp á hrekkjavökuna með því að gera góð kaup

Angela Wolz/Unsplash

Netverslanir S4S, Skór.is, Ellingsen.is og Air.is halda hrekkjavökuna hátíðlega með því að gera eitthvað fyrir viðskiptavini sína. Pétur Þór Halldórsson forstjóri S4S segir að þau finni fyrir mikilli spennu vegna hrekkjavökunnar og langi til að gleðja fólk á þessum skrýtnu tímum. 

„Það er greinilegt að Íslendingar eru að fara að fagna Halloween sem aldrei fyrr, skreyta heima bæði úti og inni en bæjarfélög hafa hvatt íbúa til að fara í gönguferðir og ratleiki tengda hátíðinni, í stað þess að ganga í hús og sníkja nammi. Við ætlum að taka þátt í gleðinni og sendum við út afsláttarkóða á netklúbbinn okkar í gær. Margir eru farnir að kaupa jólagjafir en auk þess er enn frábært veður til útiæfinga og gönguferðar og fólk vantar fatnað og skó til vetrarútivistar,“ segir Pétur.

„Netverslanir okkar eru stútfullar af nýjum vörum og um að gera að nýta sér afsláttinn hvort heldur sem er að gera vel við sig eða undirbúa jólin tímanlega. Við erum komin með jólagjafaskiptimiða í öllum verslunum og netverslunum okkar og greinilegt að fólk byrjar kaupin fyrr en vanalega.“

Á kóðanum BOOO13 fæst 19,99% afsláttur en Pétur hvetur fólk einnig til að skrá sig á póstlista fyrirtækisins, en reglulega eru send tilboð og kóðar einungis fyrir klúbbinn.

mbl.is