Heitustu piparsveinarnir akkúrat núna!

piparsveinar mánaðarins
piparsveinar mánaðarins Samsett mynd

Lesendur Smartlands hafa mikinn áhuga á fólki í lausagangi eins og komið hefur fram í lestrartölum vefsins. Það er því ekki úr vegi að dusta rykið af heitustu piparsveinum landsins þessa dagana. Fólk í lausagangi kvartar töluvert yfir því að kórónuveiran hafi ekki sérlega jákvæð áhrif á stefnumótamarkaðinn en það þýðir ekkert að gefast upp og í árferði sem þessu þarf að finna nýjar leiðir í leit að framtíðarmakanum. Eitt er þó víst að það eru fjölmargir huggulegir menn á markaðnum eins og þessi listi gefur til kynna. 

Hannes Steindórsson fasteignasali á Lind fasteignasölu.
Hannes Steindórsson fasteignasali á Lind fasteignasölu.

Hannes Steindórsson fasteignasali er á lausu og þykir sérlega áhugaverður. Hannes er ekki bara góður fasteignasali heldur er hann fyrirmyndarfaðir, mikill hjólasnillingur og svo er hann með sérstakt bíóherbergi heima hjá sér. Það ætti því engum að leiðast í kringum Hannes. 

Ari Edwald forstjóri Mjólkursamsölunnar.
Ari Edwald forstjóri Mjólkursamsölunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ari Edwald forstjóri Mjólkursamsölunnar þykir ekki bara klár heldur sérlega fyndinn og skemmtilegur. Ari hefur komið víða við á starfsferli sínum en hann var eitt sinn aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar, svo var hann framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, forstjóri 365 og fleira. Ari hefur mikinn áhuga á veiði og fjallgöngum og svo er hann í stífri þjálfun hjá einkaþjálfaranum Arnari Grant. 

Gunnlaugur Jónsson.
Gunnlaugur Jónsson. Rax / Ragnar Axelsson

Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Fjártækniklasans er á lausu. Gunnlaugur þykir afburðagreindur og hefur komið víða við á ferli sínum, meðal annars sem fjárfestir, rithöfundur og athafnamaður. Hann er alltaf léttur í lundu, hefur áhuga á fjallgöngum og menningu hvers konar.

Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur.
Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur er á lausu. Hann er á fullri ferð núna í fjölmiðlum enda jólabókaflóðið hafið en hann var að gefa frá sér bókina Bróður. Halldór nýtur mikillar kvenhylli og þykir með eindæmum vel gefinn og skemmtilegur. 

Kristinn Gylfi Jónsson.
Kristinn Gylfi Jónsson.

Kristinn Gylfi Jónsson landeigandi í Nesvík á Kjalarnesi þykir afar skemmtilegur og sjarmerandi. Hann hefur verið töluvert í útivist upp á síðkastið og notið þess að labba um fjöll og dali. 

Þór Steinarsson.
Þór Steinarsson. Haraldur Jónasson/Hari

Þór Steinarsson blaðamaður á mbl.is og meistaranemi í lögfræði við Háskóla Íslands. Þór er hress og skemmtilegur en hans helsta áhugamál er fótbolti. 

Sigurgeir Jónasson
Sigurgeir Jónasson Skjáskot/Instagram

Sigurgeir Jónasson er ungur og upprennandi athafnamaður. Hann starfar hjá Kviku banka og hefur verið afar virkur í stjórnmálum frá unga aldri. Sigurgeir er af góðu fólki kominn en hann er sonur Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðar og Jónasar Sigurgeirssonar bókaútgefanda. 

Vilhelm Anton Jónsson.
Vilhelm Anton Jónsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vilhelm Anton Jónsson eða Villi naglbítur eins og hann er kallaður er á lausu eftir að upp úr sambandi hans og Sögu Sig slitnaði. Villi þykir skemmtilegur og fyndinn en hann er sannkallaður maður miðbæjarins og má gjarnan sjá hann á rölti í 101. 

Árni Snævarr.
Árni Snævarr. mbl.is/Árni Sæberg

Árni Snævarr er á lausu en hann starfaði lengi sem fréttamaður en nú vinnur hann fyrir upplýsingaskrifstofu SÞ í Brussel. Hann er þó alltaf með annan fótinn á Íslandi og þær sem vilja krækja í Árna gætu rekist hann á Skólavörðustígnum þar sem hann drekkur töluvert af kaffi og þá helst á morgnana. 

mbl.is