Var skorin á dansgólfinu á Þjóðleikhúskjallaranum

Andrea Jónsdóttir er gestur hlaðvarpsþáttarins Snæbjörn talar við fólk.
Andrea Jónsdóttir er gestur hlaðvarpsþáttarins Snæbjörn talar við fólk.

Andrea Jónsdóttir er ein reyndasta fjölmiðlamanneskja landsins. Hún hefur starfað áratugum saman hjá RÚV en var áður prófarkalesari og fréttakona hjá Þjóðviljanum. Hún byrjaði sem plötusnúður á Dillon fyrir 23 árum og þá var hún um fimmtugt. Hún veit allt um rokktónlist og lifði það sem við hin getum bara lesið um, fylgist með því nýja og man það gamla. Hún segist ekki vera að safna en á mörg þúsund plötur og geisladiska engu að síður. Hún sér alltaf lausnir frekar en vesen, trúir að sár grói og vill gefa öðrum séns á því að átta sig þótt viðkomandi sé röngu megin við línuna. Og hún er einn mesti töffari sem Ísland hefur nokkurn tímann átt. Hún er gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpsþættinum Snæbjörn talar við fólk. 

Komstu einhvern tímann út úr skápnum?

„Nei, þetta er bara eitthvað sem þróaðist innra með mér,“ segir Andrea.

Hún hefur ekki hitt neinn nærkominn sem hefur verið hneykslaður á því.

„Það var erfiðara á þessum tíma að koma út sem hommi, menn tóku því minna alvarlega að kona væri lesbía, hræddari við hommana.“

Þegar hún er spurð að því hvort hún hafi einhvern tímann upplifað eitthvað hrikalegt segist hún varla muna það en rifjar svo upp þegar hún var skorin með hníf á dansgólfinu í Þjóðleikhúskjallaranum. 

„Ég er ekki endilega að umgangast fólk sem er með leiðindi. Það var reynar einhver strákur,“ segir Andrea og svo kemur löng þögn.

„Það var í Þjóðleikhúskjallaranum og hann var með hníf, hann skar mig á hendinni. Hann var eitthvað reiður af því ég var að dansa við konuna sem ég var að dansa við. Ég veit ekki hvers vegna það var en hann var bara fjarlægður,“ segir hún í viðtalinu við Snæbjörn. 

Þegar hann spyr hana út í ástarsambönd hennar segist hún hafa verið í tveimur alvörusamböndum um ævina. 

„Ég hef verið í svona, ég myndi segja tveimur samböndum. Upp úr öðru því sambandi eignaðist ég son, sem er uppeldissonur minn. Hann er fæddur 1985.“ 

Snæbjörn Ragnarsson og Andrea Jónsdóttir.
Snæbjörn Ragnarsson og Andrea Jónsdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál