65 ára og aldrei flottari

Kris Jenner varð 65 ára í vikunni.
Kris Jenner varð 65 ára í vikunni. AFP

Raunveruleikastjarnan og umboðsmamman Kris Jenner varð 65 ára hinn 5. nóvember. Jenner virðist eldast aftur á bak en hún hefur sjaldan verið flottari en einmitt núna. 

Jenner var 51 árs þegar raunveruleikaþættir fjölskyldunnar, Keeping Up With The Kardashians, fóru fyrst í loftið.

Hún er með einstaklega flottan og klassískan stíl sem hefur þróast í gegnum árin.

Í viðtali við Vogue árið 2018 sagði Jenner að móðir hennar, Mary Jo, veitti henni mikinn innblástur í tísku. „Hún fer aldrei út úr húsi án þess að vera fullkomlega tilbúin frá toppi til táar. Hún kenndi mér að setja betri fótinn fyrst og líta alltaf vel út. Hennar kynslóð af konum gerði þetta. Á 6. áratugnum klæddu allar konur sig eins og Jackie O. Það var svo glæsilegt,“ sagði Jenner. 

„Mig langar til að mín arfleifð til kvenna alls staðar sé að minna þær á að við erum hér af því að tíska er spennandi, hún er tjáning og skemmtileg, en ég held að það láti okkur líða betur. Ef þú lítur vel út og skvísar þig smá upp, þá hjálpar það. Ég á betri dag ef ég er að reyna að láta mér líða vel frá hjartanu og út,“ sagði Jenner.

Kris Jenner fer ótroðnar slóðir í mörgu. Hún er ein …
Kris Jenner fer ótroðnar slóðir í mörgu. Hún er ein þekktasta umboðs-mamman í dag.
Jenner á forsíðu Harpers Bazaar ásamt dóttur sinni Kylie og …
Jenner á forsíðu Harpers Bazaar ásamt dóttur sinni Kylie og dótturdóttur sinni Stormi.
Kris Jenner ásamt þremur dætra sinna, Kourtney, Khloé og Kim.
Kris Jenner ásamt þremur dætra sinna, Kourtney, Khloé og Kim. AFP
Á Met Gala í fyrra ásamt Corey Gamble og dætrum …
Á Met Gala í fyrra ásamt Corey Gamble og dætrum sínum og tengdasonum. AFP
Corey Gamble og Kris Jenner á Met Gala 2018.
Corey Gamble og Kris Jenner á Met Gala 2018. AFP
mbl.is