Nettó styrkir góð málefni fyrir jólin

Nettó styrkir góð málefni fyrir jólin.
Nettó styrkir góð málefni fyrir jólin. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við ýttum úr vör styrktarátakinu „Notum netið til góðra verka“ fyrir viku síðan. Við fáum viðskiptavini og aðra til að fara inn á vefsíðuna www.netto.is og velja með okkur góðgerðarmálefni sem snúa að þeim flokkum sem endurspegla áherslur okkar um þátttöku í samfélaginu. Þessir flokkar eru góðgerða- og menntamál, umhverfismál, heilbrigður lífsstíll og æskulýðs- og forvarnarstarf. Styrktarátakið stendur frá 31. október til 1. desember,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Nettó. 

Fyrirkomulagið á styrktarsöfnuninni er þannig að fyrir hverja pöntun í vefverslun á fyrrgreindu tímabili mun Nettó leggja til 200 króna framlag til valdra málefna og verða styrkirnir afhentir þeim félögum í byrjun desember. Málefnin eru bæði á landsvísu og staðbundin.

mbl.is