Hefði líklega verið félítil, þunglynd sjö barna móðir

Björg Magnúsdóttir er gestur þáttarins, Snæbjörn talar við fólk.
Björg Magnúsdóttir er gestur þáttarins, Snæbjörn talar við fólk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björg Magnúsdóttir fjölmiðlakona og handritshöfundur er gestur hlaðvarpsþáttarins, Snæbjörn talar við fólk sem er í umsjón Snæbjörns Ragnarssonar. Björg skrifaði handritið að Ráðherranum sem sýndur var á RÚV í haust. 

Í viðtalinu fara þau yfir víðan völl. Björg játar að hún hafi ekki kunnað að skrifa handrit þegar handritsgerðin að Ráðherranum hófst og þau hafi þurft að læra það sjálf sem hafi verði erfitt á köflum. 

Björg er jafnréttissinni og segir að það sér sorglegt að hugsa til þess að staða hennar hefði verið allt önnur ef hún hefði verið uppi fyrir tveimur kynslóðum eða svo. 

„Ef ég hefði verið fædd tveimur kynslóðum fyrr þá hefði ég ekki getað gert neitt af því sem ég er að gera í dag. Ég hefði ekki fengið að fara í háskólanám, hefði í stað þess verið komin með einhver sjö börn og örugglega þunglynd, félítil með brostna drauma og allt þetta,“ segir Björg. 

Hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is