Að sofa hjá mági sínum hafði miklar afleiðingar

Þóra Karítas Árnadóttir rithöfundur og fjölmiðlakona er höfundur bókarinnar, Blóðberg.
Þóra Karítas Árnadóttir rithöfundur og fjölmiðlakona er höfundur bókarinnar, Blóðberg.

Þóra Karítas Árnadóttir er höfundur bókarinnar Blóðberg sem fjallar um Þórdísi Halldórsdóttur sem árið 1608 sór þess eið að hún væri hrein mey. Það gerðist eftir að þær sögusagnir fór að kreik að hún ætti í ástarsambandi við mág sinn. 

Fimm mánuðum síðar fæðir hún barn. Þórdís má lifa með ásökunum um blóðskömm og í trássi við landslög er henni gert að sæta pyntingum segi hún ekki til barnsföður síns. Á hverju ári ríður hún suður heiðar til að mæta fyrir Alþingi á Þingvöllum en heill áratugur líður þar til dómur er kveðinn upp. 

„Minn tilgangur með því að skrifa þessa sögu var að gefa Þórdís rödd,“ segir Þóra Karítas en í myndbandinu hér fyrir neðan les hún upp úr bók sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál