Masterar veiruna með því að drekka 10 kaffibolla á dag

Marta Rut Pálsdóttir.
Marta Rut Pálsdóttir.

Marta Rut Pálsdóttir kaffisérfræðingur hjá Kaffitár hefur verið heima að vinna síðustu vikur. Hún segist hafa tekið allskonar tímabili í kórónuveirunni en með miklu betri rútínu núna en síðasta vor. 

Hvernig ertu að bregðast við vegna samkomubannsins?

„Ég er að reyna að njóta litlu hlutana í lífinu, eitthvað sem að maður hefur kannski ekki verið að veita mikla athygli í „venjulega“ lífinu. Lífið er auðvitað eitt stórt stresskast þar sem að maður þarf að vera til staðar allstaðar fyrir allt og alla nema kannski sjálfan sig. Er búin að vera að einbeita mér að því að setja sjálfa mig í fyrsta sæti. Ekki vera á þessum hraða sem ég er vön að vera í. Í fullri vinnu, aukavinnu og svo að sinna félagslífinu í botn,“ segir María. 

Ertu í fjarvinnu heima eða mætir þú í vinnuna?

„Ég er heima núna, síðan 10 manna samkomubannið kom á, þangað til var ég að mæta í vinnu. Í hreinskilni sagt þá get ég ekki beðið eftir að fá að mæta aftur og hita fólkið sem vinnur með mér,“ segir hún. 

Hvernig er það að virka?

„Þetta virkar allt voða fínt en ég skal alveg viðurkenna að þetta er ekki fyrir mig, en ég er þakklát fyrir að hafa vinnu og þakklát fyrir það að geta stundað vinnuna mína heiman frá mér. Ég útbjó mér rosa kósý skrifstofu hjá bróður mínum sem býr í sama húsi og ég, þannig að tæknilega er ég að „fara út“ að vinna. Ég klæði mig upp á og mála mig fyrir vinnu, flesta daga. Stundum eru náttfatadagar,“ segir hún. 

Hvað gerir þú til að brjóta upp daginn?

„Ég tek göngutúra um hverfið og labba á fjöll eftir að vinnutíma lýkur. Svo drekk ég svona 10 bolla af kaffi, já ég er alltaf að standa upp frá skrifborðinu til að sækja mér dýrindis kaffibolla. Þegar maður er að vinna í kaffinu þá þarf maður að smakka allskonar kaffitegundir.“

Hvað ertu til dæmis að borða í hádegismat?

„Ég er voða ódugleg að taka mér hádegishlé og mér finnst ekkert skemmtilegt að borða ein í hverju hádegi, svo fyrir valinu er oftast einhverskonar próteinsjeik eða skyrdolla.“

Hvað gerir þú til að halda geðheilsunni í lagi?

„Rétt fyrir fyrri bylgju af kórónuveirunni byrjaði ég að labba á fjöll og hef gert það 3-5 sinnum í viku síðan í vor. Það hefur haldið geðheilsunni í lagi. Ég veit ekki hvar ég væri í dag ef ég væri ekki að labba svona mikið.

Ef einhver hefði sagt við mig í janúar að ég væri orðin fjallageit fyrir lok árs hefði ég hlegið. En að fara á fjöll er betra en góður sálfræðitími.“

Ertu að hreyfa þig eitthvað?

„Heldur betur, það eru göngutúrar daglega, og fjallatími lámark þrisvar í viku. Svo er það ein vel sveitt æfing yfir daginn í gegnum „livestream“ með kennara. Annað hvort fyrir vinnu í hádeginu eða eftir vinnu.

Í fyrri bylgjunni datt ég í nammi og sukkið, en núna er það hreyfing í staðin fyrir nammipokann.“

Hver er galdurinn við að missa ekki vitið á veirutímum?

„Einmitt! Ég held að það sé auðvelt að missa vitið og týna sjálfum sér en það er auðvitað bara að reyna að njóta þess sem maður hefur og vera þakklátur fyrir það. Þakklátur fyrir fjölskyldu og vini! Vera þakklátur fyrir að geta tekið „live“ spjöll á Zoom eða Teams.

Við erum öll að upplifa þetta breytta líf, og upplifunin okkar er mismunandi. Klisjan sem að ég er að fá grænar fyrir er „við erum öll í þessu saman“ en hún er bara svo sönn.“

Hvernig hefur veiran haft áhrif á þig og fjölskyldu þína?

„Veiran sjálf hefur ekki bankað upp á hjá okkur, sem betur fer, en áhrifin eru auðvitað að maður er ekki að hitta sitt nánasta, það eru undirliggjandi sjúkdómar og covid hræðsla í fjölskyldunni.

Ég er heima allan daginn og dóttir mín líka, ætli við höfum nokkurn tímann eitt svona rosalega miklum tíma saman. Það er auðvitað dásamlegt að geta verið til staðar.“

Á hvern skorar þú til að svara þessum spurningum?

„Ég skora á vinkonu mína hana Hrund Ólafsdóttir, móttökumeistarann hjá Íslenskri Erfðagreiningu, hún situr í glerbúrinu og brosir til allra í gegnum þessa veiru sem er allt í kringum hana í húsinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál