Svala og Kristján fengu sér samstæð húðflúr

Kristján Einar og Svala Björgvinsdóttir eru ástfangin eins og má …
Kristján Einar og Svala Björgvinsdóttir eru ástfangin eins og má gjarnan sjá á Instagram. Skjáskot/Instagram

Ástin heldur áfram að blómstra hjá tónlistarkonunni Svölu Björgvinsdóttur og Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni. Í gær fengu þau sér samstæð húðflúr. 

Svala og Kristján hafa verið saman síðan í ágúst síðastliðnum og í gær fögnuðu þau áfanganum með húðflúri. Svala fékk sér mynd af litlum hjartalaga lás og Kristján fékk sér lykilinn sem gengur að lásnum. 

Svala fékk sér lás og Kristján lykilinn.
Svala fékk sér lás og Kristján lykilinn. Skjáskot/Instagram
mbl.is