Alma Möller lítið breyst í gegnum tíðina

Alma Möller í gegnum tíðina.
Alma Möller í gegnum tíðina. Samsett mynd

Alma D. Möller landlæknir er trú sjálfri sér, ekki bara í vinnunni, heldur einnig hvað varðar útlitið. Þegar kafað er ofan í myndasafn Morgunblaðsins sést að hin 59 ára gamla Alma hefur lítið breyst. Útlitið, fatastíllinn og hárstíllinn er svipaður í dag og þegar hún útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri. 

Ljósa hárið er einkennismerki Ölmu. Á flestum myndum af henni, gömlum og nýjum, nær hárið rétt niður fyrir axlir. Á tíunda áratugnum klippti hún það stutt eins og var í tísku. Gleraugun eru einna helst það sem hefur breyst. Gleraugnatískan breytist að sjálfsögðu en í dag ber hún dökka umgjörð en áður fyrr urðu oft ljósar fyrir valinu. 

Hér fyrir neðan má sjá myndir af Ölmu í gegnum tíðina. 

Stúdínan Alma Möller. Jakkinn er ekki ólíkur þeim sem hún …
Stúdínan Alma Möller. Jakkinn er ekki ólíkur þeim sem hún klæðist í dag. Ljósmynd/Aðsend
Alma prófaði að vera með stutt hár.
Alma prófaði að vera með stutt hár. Ljósmynd/Aðsend
Alma Möller og kollegi hennar Gísli H. Sigurðsson árið 2005.
Alma Möller og kollegi hennar Gísli H. Sigurðsson árið 2005. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson
Mynd sem birtist með aðsendri grein Ölmu Möller í Morgunblaðinu …
Mynd sem birtist með aðsendri grein Ölmu Möller í Morgunblaðinu árið 2007. Ljósmynd/Aðsend
Alma Möller brosti kunnuglegu brosi árið 2018.
Alma Möller brosti kunnuglegu brosi árið 2018. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Alma Möller árið 2020.
Alma Möller árið 2020. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is