Manuela og Eiður fengu sér húðflúr í stíl

Manuela Ósk og Eiður fengu sér húðflúr í stíl.
Manuela Ósk og Eiður fengu sér húðflúr í stíl. Samsett mynd

Fegurðardrottningin Manuela Ósk Harðardóttir og kærasti hennar Eiður Birgisson skelltu sér í húðflúr í gær. Manuela fékk sér nafn Eiðs á handlegginn og Eiður fékk sér nafn Manuelu. 

Manuela og Eiður eru ekki fyrsta parið í þessari viku til að fá sér samstæð húðflúr en Svala Björgvinsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson gerðu slíkt hið sama í vikunni. Svala fékk sér lás og Kristján lykilinn að lásnum. 

Manuela og Eiður hnutu hvort um annað og hafa verið yfir sig ástfangin síðan.

mbl.is