„Ég vona að ég giftist Hlyni í mars“

Ellý Ármannsdóttir og Hlynur Jakobsson stefna á brúðkaup í mars.
Ellý Ármannsdóttir og Hlynur Jakobsson stefna á brúðkaup í mars.

Ellý Ármannsdóttir listakona og Hlynur Jakobsson tónlistarmaður stefna á að ganga í hjónaband í mars á næsta ári. Upphaflega ætluðu þau að gifta sig í sumar og fara í brúðkaupsferð til Ítalíu en þau plön breyttust eins og margt annað árið 2020. 

„Við ætlum að gifta okkur 13. mars. Ég vona að þetta verði búið það sem er í gangi núna og ég vona að ég giftist Hlyni í mars,“ segir Ellý þegar hún er spurð út í brúðkaupið. 

Ellý er tilbúin með kjólinn og strikaskóna sem hún ætlar að vera í. Eina sem hana vantar er mamma hennar, Bjargey Elíasdóttir, sem býr í Lúxemborg. 

„Mamma býr í útlöndum og hún er ættingi sem mig langar að hafa með mér þegar ég gifti mig. Ég vona að hún komist. Hans fjölskylda og ættingjar eru hér en mig langar svo að mamma sé með mér þegar ég gifti mig. Ef að þetta verður þannig að hún og maðurinn hennar sem er Breti komast ekki þá ætlum við að finna annan dag.“ 

Ellý langar að hafa móður sína viðstadda brúðkaup sitt.
Ellý langar að hafa móður sína viðstadda brúðkaup sitt. Ljósmynd/Aðsend

Ellý segir að hún og Hlynur hafi ætlað í brúðkaupsferð til Mílanó á Ítalíu en þau hættu við það.

„Við ákváðum að hætta við það og ákváðum að fresta þessu, sérstaklega af því að okkur langaði að fagna með vinum. Við höfum hvorugt gift okkur. Þetta verður hádegisbrúðkaup. Pétur hjá Óháða söfnuðinum ætlar að gifta okkur. Svo ætlum við að halda fjölskyldboð á Horninu strax eftir brúðkaupið,“ segir Ellý en veitingastaðurinn Hornið er einmitt í eigu fjölskyldu Hlyns. „Ég von að ástandið í heiminum verði öðruvísi, núna strax í mars.“ 

Ellý og Hlynur eru búin að vera saman í þrjú ár en það var móðir Hlyns sem kynnti þau og Ellý féll fyrir verðandi eiginmanni sínum. Hún segir að síðustu þrjú ár hafi verið eins og í draumi. Móðir Ellýjar hitti Hlyn fyrir kórónuveirufaraldurinn og féll auðvitað strax fyrir honum líka. 

Síðustu þrjú ár hafa verið eins og draumur.
Síðustu þrjú ár hafa verið eins og draumur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál