Búinn að gefast upp á að verða ríkur

Helgi Seljan er gestur Snæbjörns Ragnarssonar í þættinum, Snæbjörn talar …
Helgi Seljan er gestur Snæbjörns Ragnarssonar í þættinum, Snæbjörn talar við fólk.

Helgi Seljan er gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpsþættinum, Snæbjörn talar við fólk. Hann fer um víðan völl í þættinum og ræðir um baráttuna við bakkus, fjölskylduna, æsifréttamennsku og það að fólk sem sé alltaf að vinna í sjálfu sér sé leiðinlegt fólk. Þegar hann horfir yfir síðasta áratug þá segir hann að þessi tíu ár hafi verið galin og að hann sé löngu hættur að spá í peningum. 

„Mér finnst síðasti áratugur eiginlega hafa verið hálfgalinn. Það er búin að vera mikil vinna og álag og áreiti sem hefur alveg tekið á. Á sama tíma hef ég verið að gera allskonar breytingar á mínu eigin lífi og tryggja að ég brenni ekki endanlega út í þessu djobbi. Þetta haust er eiginlega búið að vera bilað. Og svona dæmi um það sem er eiginlega verst við þetta djobb, að þurfa að eyða vinnutímanum, eða því sem ætti að vera vinnutíminn, í að réttlæta tilveru sína. Eins og í kringum þetta Samherja-vesen allt saman, bara tíminn sem hefur farið í þetta, sem er auðvitað markmiðið með þessu öllu saman, að ræna okkur svefn- og vinnufriði. Og að vissu leyti sálarfriði. […] Ég ætla að klára þennan vetur allavega og svo ætla ég bara að sjá til hvað ég geri,“ segir hann í þættinum. 

Hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsvef mbl.is. 

Snæbjörn Ragnarsson og Helgi Seljan ræddu saman í hlaðvarpinu, Snæbjörn …
Snæbjörn Ragnarsson og Helgi Seljan ræddu saman í hlaðvarpinu, Snæbjörn talar við fólk.
mbl.is