Skilnaðir ársins 2020

Fræga fólkið á Íslandi skildi á árinu.
Fræga fólkið á Íslandi skildi á árinu. Samsett mynd

Þótt sumir fyndu ástina á árinu tók annað fólk ákvörðun um að fara hvort í sína áttina. Frægt fólk á Íslandi var þar á meðal eins og sjá má á listanum hér að neðan. Nokkrir á þessum lista hafa nú þegar fundið ástina aftur enda skilnaður ekki bara endalok heldur einnig nýtt upphaf. 

Ari og Gyða

Hjón­in Ari Edwald for­stjóri Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar og Gyða Dan Johan­sen fóru hvort í sína áttina. 

Ingó og Rakel María

Ingólf­ur Þór­ar­ins­son, bet­ur þekkt­ur sem tón­list­armaður­inn Ingó veðurguð, og Rakel María Hjaltadóttur hættu saman á árinu.  

Ásdís Rán og Jóhann

Íslenska fyr­ir­sæt­an og ís­drottn­ing­in Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir og Jóhann Wium hættu saman í vor.  

Gurrý og Markús 

Lík­ams­rækt­ar­drottn­ing­in Guðríður Erla Torfa­dótt­ir, bet­ur þekkt sem Gurrý, og Markús Már Þor­geirs­son skildu á árinu. 

Linda Pé og Jamie Greig

Linda Pé flutti heim til Íslands í kórónuveirufaraldrinum og sagði skilið við Jamie Greig frá Kanada.  

Benedikt og Charlotte 

Fréttir af skilnaði leikarahjónanna Bene­dikts Erl­ings­sonar og Char­lotte Böving bárust fyrr á árinu. 

Saga Sig. og Villi naglbítur

Ljós­mynd­ar­inn Saga Sig­urðardótt­ir og tón­list­armaður­inn og spurn­inga­höf­und­ur­inn Vil­helm Ant­on Jóns­son hættu saman. 

Sigga Dögg og Hermann

Kynfræðingurinn Sigríður Dögg og eiginmaður hennar Hermann Sigurðsson tóku ákvörðun um að skilja í byrjun árs. 

Manuela og Jón dansari

Feg­urðardrottn­ing­in Manu­ela Ósk Harðardótt­ir og sam­kvæm­is­dans­ar­inn Jón Eyþór Gott­skálks­son hættu saman á árinu. Parið fyrr­ver­andi kynnt­ist í sjón­varpsþætt­in­um All­ir geta dansað. 

Heiðar Logi og Ástrós

Brimbret­takapp­inn Heiðar Logi Elías­son og sam­kvæm­is­dans­ar­inn Ástrós Trausta­dótt­ir hættu saman en þau opinberuðu samband sitt í byrjun árs. 

mbl.is